Brunað til Seyðisfjarðar

Það er ýmislegt á sig lagt til að fá að njóta en þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan 06.00 um morgun svo ekki yrði misst af fluginu til Egilsstaða var örlítið erfitt að opna augun. Þeir lítilvægu erfiðleikar vöruðu í heilar sjö sekúndur en þá var hausinn nógu vaknaður til að gera sér grein fyrir þeirri fegurð sem beið augnanna. Út á völl, upp í flugvél, út úr flugvél og inn í beinskiptan bílaleigubíl. Þegar virkni gírstangarinnar hafði verið rifjuð upp var haldið af stað. Seyðisfjörður og List í ljósi, við erum á leiðinni…

IMG_2093

Það var nú ekki margmenni á heiðinni svo snemma morguns en sjaldséðir ferfætlingar urðu á vegi okkar og viljum við nú meina að þessi hér að neðan hafi brosað sínu blíðasta. Vorum við kannski að misskilja mómentið?

IMG_2076

Eftir að hafa kvatt þennan nýja vin héldum við aftur af stað en fundum okkur knúin til að stíga á bremsuna fljótlega. Stundum er gott að sleppa því að drífa sig á áfangastað og kíkja frekar aðeins í kringum sig.

IMG_2088

Aftur upp í bíl og áfram veginn. Hæ Seyðisfjörður, við erum mætt.

IMG_2104