Annar í AFÉS 2016

Síðara kvöld tónleikahátíðarinnar Aldrei fór ég suður er í kvöld sem við hugsum til bæði með tilhlökkun og trega. Tilhlökkun því það eru dúndur góðir listamenn sem koma fram í kvöld og stemmningin í skemmunni er í hvert sinn engu lík. Og með trega því vissulega er þetta síðara kvöldið og þurfum við því að bíða í ár eftir næstu hátíð!

Margir eru eflaust spenntir yfir Emilínu Torrini sem hefur ekki komið fram á hátíðinni áður. Nafn hennar á hátíðinni sýnir hversu metnaðarfullt starf skipuleggjendur vinna þar sem reynt er að tvinna nýjum, óreyndum og kannski lítt þekktum listamönnum saman við stórstyrni á við Emilíönu.

Við getum ekki beðið eftir að sjá Emilíönu Torrini í kvöld!

Í kvöld er svo um að gera að njóta þess að vera í góðra vinahópi í skemmunni, dansa og syngja fullum hálsi með. Við ætlum allavega að tjútta á kuldaskónum, svitna í lopapeysunum og sprikla í föðurlandinu. GKR stígur fyrstur á stokk klukkan 20:00 en Sykur klára svo kvöldið með stuðvænlegum tónum!

það verður aftur gaman hjá þessum í kvöld