Fyrsti í AFÉS 2016

Þá er komið að því. Húmar að kveldi við Ísafjörð sem þýðir að það fer að styttast í að blásið verði til tónleikaveislunnar sem bíður okkar í skemmu rækjuvinnslunar Kampa!!! Við erum spennt yfir að sjá Glowie sem hefur veisluna á slaginu átta, Ladda sem lætur engan með húmor ósnortinn og að fá að hlýða á Strigaskó nr. 42, gömlu rokkarana sem eiga örugglega eftir að hrista upp í liðinu hvort sem þeir verða í strigaskóm eða ekki.

Sonur Ísafjarðar smellir kossi á kóng diskósins.

Páll Óskar, einn eftirsóttasti listamaður landsins og gulldrengur Íslands, hleypur í skarðið annað árið í röð fyrir Mömmu Hest sem því miður getur ekki troðið upp að þessu sinni. Við búumst við glimmeri, glans og gleði þegar hann stígur á svið.

Það verður stuð í kvöld, ójá!