Þó daginn sé tekið að lengja er nú bara ennþá febrúar svo kósí fílingurinn dembist yfir eftir því sem líður á kvöldið. Heimildarmenn okkar hér í bænum eru nú nokkuð rómantískir og kunna því að meta rökkrið. Þið fáið að sjá nokkra þeirra á morgun og hver veit nema listamaður, sem á verk á hátíðinni, leynist þar á meðal.
En nú er komið að því að rölta í febrúarblíðunni á hótelið og hlaða batteríin fyrir stuðið næstu daga. Góða nótt.