Orkusalan bloggar á Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði yfir páskana og hefst formlega á morgun. Er þetta í 13. sinn sem hátíðin er haldin og kennir ýmissa grasa í „lænöppinu“, venju samkvæmt. Meðal stærri nafna sem fram koma eru rappsveitin Úlfur Úlfur, Emilíana Torrini, proggboltarnir í Agent Fresco og sjálfur Laddi.

Við erum með útsendara á staðnum sem ætlar að fanga stemninguna fyrir vestan og dæla henni inn á bloggsíðuna okkar yfir helgina, fyrir ykkur að njóta heima í stofu. En við ætlum að byrja á því að rifja upp þennan stuðvekjandi slagara frá því í fyrra, Þú gerir ekki rassgat einn, með Helga Björns og Memfismafíunni. Komið ykkur þægilega fyrir í stólnum, sófanum, rúminu eða hverju sem er og hækkið í botn.