Palli í pallíettum og berskjaldaður Laddi

Fyrsta kvöld AFÉS var heldur betur biðarinnar virði og var nýja skemman troðin af fólki á öllum aldri sem var komið saman til að upplifa stuð og gleði. Af öllum öðrum ólöstuðum áttu tveir ástsælustu skemmtikraftar landsins kvöldið þegar þeir stigu á svið. Laddi mætti berskjaldaður, án gervis og karaktera sinna þó að þeir reyndu stundum að ná tökum á honum á milli laga. Hann byrjaði á rólegri lögum sínum en það var ljóst hvað áhorfendur vildu þegar hann tók Austurstræti og Búkollu. Salurinn bylgjaðist í danshreyfingum í takt við lagið og allir tóku vel undir.

Laddi í ham

Páll Óskar kom fram sem uppfyllingaratriði kvöldsins en sneri því við og varð að aðalatriði kvöldsins! Þakið ætlaði að rifna af skemmunni þegar hann steig á svið í bláum pallíettu heilgalla sem jók enn frekar útgeislun hans. Ekki nóg með það þá stigu tveir dansarar á svið með honum, að sjálfsögðu líka í pallíettu heilgalla og sveifluðu stórum íslenskum fánum sem, jú, voru einnig saumaðir úr pallíettu efni! Hann tók nýtt og gamalt efni í bland og virtist ætla að slá út þegar hann tók Stanslaust stuð – svo rafmagnaður var hann!

Eftir Palla voru áhorfendur búnir að hita vel upp fyrir strákana í Agent Fresco sem spiluðu háfleygt dramarokk af bestu gerð. Arnór Dan, söngvari hljómsveitarinnar, „stagedive-aði“ hálfvegis þegar þeir tóku sinn helsta slagara

Agent Fresco

Rokkararnir í Strigaskóm 42 slógu botninn í þetta fyrsta kvöld AFÉS og mátti sjá allnokkuð slamm hárprúðra áhorfenda sem nutu tónlistarinnar í takt við höfuðhreyfingarnar.

Strigskór nr. 42

Skoðið myndirnar hér að neðan sem fanga stemmninguna og gleðina sem ríkti í gærkvöldi.

Slammarar
Arnór Dan úr Agent Fresco
Birna rokkstýra
Glaðir áhorfendur
Sumir sýndu fingurinn
Palli gerir sig kláran!
Páll Óskar, Arnór Dan og Laddi baksviðs, vonandi að stofna nýja hljómsveit.
Processed with VSCO with f2 preet
Palli og meðhjálpararnir skjóta konfetti í bland við dans á áhorfendur
Austurstræti!
Sonur Ísafjarðar hlýðir hugfanginn á Ladda
Processed with VSCO with f2 preset
Agent Fresco mínus Keli kela baksviða
Rautt ljós við barinn
Borgarstjórinn og skipuleggjandinn