Stuðið á AFÉS í gegnum árin

Fjölskrúðugir listamenn hafa leikið listir sínar á Aldrei frá því að hátíðin byrjaði árið 2004. Sumir hafa spilað þar oftar en einu sinni, aðrir hafa lagt niður laupana og enn aðrir hafa átt endurkomu eftir langt hlé. Hljómsveitir eins og Dúkkulísurnar og Maus hafa komið saman aftur í tilefni hátíðarinnar en í ár bíða margir í eftirvæntingu eftir endurkomu Risaeðlunnar sem spilar á laugardagskvöldinu. Þá muna margir eftir því þegar bandaríska hljómsveitin Blonde Redhead kom fram árið 2007 við mjög lélegar undirtektir enda ekki venjan að hljómsveitir soundtékki í klukkutíma. Vestfirskir tónlistarmenn hafa átt sinn sess á hátíðinni og nægir þar að nefna 911, Sokkabandið, Reykjavík, Athygli, Dolby, Rythmatik, Mamma Hestur og að sjálfsögðu Mugison. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli en þær voru teknar á hátíðum frá 2005-2015 – heill áratugur í myndum!

IMG_5299
Bennihemmhemm 2006
Papamug reynir við lóðin á Flateyri árið 2008
Mugison er engu síðri en pabbi sinn þegar kemur að lyftingum.

IMG_5641

5E1F2296
Broskall, baksviðs 2008
_MG_1228
Mr. Silla 2011
_MG_3721_2
Stuðið 2009
IMG_4436
Rassi Prump, a.k.a. Ragnar Kjartansson gefur æstum aðdáendum eiginhandaráritanir árið 2006
5E1F2450
Skakkamanage 2008